Tindastóll stal sigrinum í lokin

Haukur Helgi Pálsson og félagar mæta Stólunum.
Haukur Helgi Pálsson og félagar mæta Stólunum.

Tindastóll sigraði Njarðvík 88:79 í 16. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en leikið var á Sauðárkróki.

Njarðvík leiddi mest allan leikinn en stigamunurinn var þrjú stig eftir fyrstu tvo leikhlutana áður en Tindastóll minnkaði niður í eitt stig eftir þriðja leikhluta.

Í þeim fjórða steig liðið svo upp og náði í sigurinn. Liðið gerði þar 28 stig gegn 18 stigum Njarðvíkinga og lokatölur því 88:79.

Darrel Lewis var stigahæstur með 22 stig, 4 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Gurley og Jeremy Martez komu næstir með 21 stig. Þá var Logi Gunnarsson með 20 stig.

Tindastóll er því með 18 stig í 7. sæti en Njarðvík er í 6. sæti með 20 stig.

Fylgst var með öllu því helsta í textalýsingu á mbl.is.

4. leikhluti: Tindastóll 88:79 Njarðvík

Stólarnir með þvílíkan endurkomusigur. Þeir voru að elta allan leikinn en í síðasta leikhlutanum kom þetta. 28 stig gegn 18 í þessum leikhluta þar sem Lewis, Gurley og Dempsey sáu til þess að þeir myndu ná í öll stigin.

3. leikhluti: Tindastóll 60:61 Njarðvík

Stólarnir ná að saxa forskotið niður í eitt stig. Það má búast við rosalega spennandi fjórða leikhluti á Króknum. Logi Gunnars er stigahæstur með 17 stig, Gurley með 14 stig og svo koma þeir Lewis og Martez með 13 stig.

2. leikhluti: Tindastóll 40:43 Njarðvík

Það er sami munur á milli liðanna. Oddur Rúnar Kristjánsson og Logi báðir atkvæðamiklir hjá Njarðvík með 10 stig. Anthony Gurley er með 12 stig fyrir Tindastól og þá er Darrel Lewis með 11 stig.

1. leikhluti: Tindastóll 20:23 Njarðvík

Njarðvíkingar vinna fyrsta leikhlutann með þremur stigum. Stigin hafa dreifst á byrjunarliðið en Logi Gunnarsson er atkvæðamestur til þessa með 7 stig hjá Njarðvík. Jeremy Martez Atkins er með 6 stig og þá er Myron Dempsey með 6 stig hjá Stólunum.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Leikurinn hefst á slaginu klukkan 19:15

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert