Sigurganga Cleveland stöðvuð

Bismack Biyombo og LeBron James í baráttu undir körfunni.
Bismack Biyombo og LeBron James í baráttu undir körfunni. AFP

Toronto Raptors hafði betur gegn Cleveland Cavaliers, 99:84, í þriðja úrslitaleik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Toronto minnkaði þar með muninn í 2:1 í einvígi liðanna. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir Toronto og stóri maðurinn Bismack Biyombo, 2,06 metrar á hæð, reif niður hvorki fleiri né færri en 26 fráköst. Toronto stöðvaði þar með sigurgöngu Cleveland í úrslitakeppninni en fyrir leikinn í nótt hafði liðið unnið tíu leiki í röð.

LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 24 stig og J.R. Smith setti niður 22 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert