Handarbrot Loga gróið

Logi Gunnarsson
Logi Gunnarsson mbl.is/Árni Sæberg

Logi Gunnarsson, einn reyndasti landsliðsmaður Íslands í körfubolta, mun gefa kost á sér í landsliðið í undankeppni EM eins og hann hafði stefnt að.

Ekki er útlit fyrir að handarbrot Loga og þátttaka hans í úrslitakeppninni skömmu eftir brotið setji strik í reikninginn.

„Ég fór í aðra myndatöku eftir úrslitakeppnina og þetta er á réttri leið þótt ég sé reyndar ennþá stokkbólginn í hendinni. Brotið hefur tekið um tvo mánuði að gróa og þar spilar sjálfsagt inn í að ég fór af stað þremur vikum eftir brotið og þjösnaðist á þessu.

En ég er ekkert kvalinn og er að lyfta og hreyfa mig. Mun hvíla mig á körfuboltanum fram í júlí en reikna þá með að mæta ferskur í undirbúninginn hjá landsliðinu. Ég gef kost á mér eins lengi og mögulegt er,“ sagði Logi við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert