Stephen Curry ekki með á ÓL

Stephen Curry
Stephen Curry AFP

Stephen Curry ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar um þessar mundir gefur ekki kost á sér í bandaríska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Ríó í sumar. 

Curry tók af allan vafa í gær þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þetta kom fram. Ástæðuna segir hann vera hnémeiðsli sem hafi verið að angra hann. Telur hann mikilvægt fyrir sig að fá sumarfrí til þess að geta náð sér fyrir næsta keppnistímabil. 

Lið hans Golden State Warriors er nú í miðri úrslitarimmu gegn Cleveland Cavaliers og stendur afar vel að vígi. Er 2:0 yfir eftir tvo heimaleiki í Kaliforníu. 

Lið Bandaríkjanna varð Ólympíumeistari í körfubolta karla í London 2012. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert