Cleveland neitar að gefast upp

LeBron James sækir í átt að körfu Golden State í …
LeBron James sækir í átt að körfu Golden State í nótt. AFP

Cleveland neitar að gefast upp í einvíginu við Golden State um NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik. Liðin áttust við í fimmta úrslitaleiknum í nótt þar sem Cleveland hafði betur, 112:97.

Cleveland minnkaði þar með muninn í 3:2 en með sigri í nótt hefði Golden State tryggt sér meistaratitilinn.

LeBron James og Kyre Irving fóru á kostum í liði Cleveland en þeir skoruðu 41 stig hvor og er þetta í fyrsta sinn í 20 ár sem liðsfélagar skora 40 stig eða meira í úrslitaeinvígi. LeBron komst í hóp níu leikmanna í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að skora 1.000 stig

Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig og Stephen Curry kom næstur með 25.

Cleveland var yfir, 102:96, þegar sex og hálf mínúta var eftir en þá skoraði liðið tíu stig í röð, Irving 7 og LeBron 3, og þennan mun náðu meistararnir ekki að vinna upp.

Sjötti leikur liðanna fer fram á heimavelli Cleveland á fimmtudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert