Trúum alltaf að við eigum séns

Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru valdir í úrvalslið …
Kári Jónsson og Jón Axel Guðmundsson voru valdir í úrvalslið mótsins. Ljósmynd/Fiba

Árangur U20 ára landsliðsins í körfuknattleik hefur vakið mikla athygli. Liðið tók þátt í B-deild Evrópukeppni karla sem fram fór í Grikklandi og hafnaði í öðru sæti. Árangurinn þýðir að Ísland leikur í A-deildinni að ári, í fyrsta skipti í sögu U20 ára landsliðsins.

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari liðsins, var brattur þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hópurinn var þá á heimleið eftir vel heppnað mót.

„Menn eru þreyttir og ánægðir með smá dassi af svekkelsi, sem hverfur vonandi bara á næstu dögum. Við erum fyrst og fremst glaðir og ánægðir að ná þessu markmiði okkar,“ sagði Finnur í samtali við Morgunblaðið.

Hann sagði markmiðið alltaf vera að fara upp um deild, þó B-deildin hafi verið ógnarsterk í ár. „Fyrsta markmiðið var að komast upp úr riðlinum. Við töldum að það að komast upp úr þessum erfiða riðli með Rússum og Pólverjum yrði mjög góður árangur. Við unnum riðilinn og sáum að við fengum Georgíu í 8-liða úrslitum. Þá sáum við að við vorum komnir ansi nálægt A-deildinni og vissum að við þyrftum tvo sigra í viðbót. Það gekk upp,“ sagði Finnur en Ísland valtaði yfir Georgíu í 8-liða úrslitum áður en liðið mætti Grikkjum, sem voru á heimavelli, í undanúrslitum.

Sjá grein­ina í heild sinni í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert