Tap gegn Póllandi

Íslenska landsliðið tapaði fyrir Póllandi í dag.
Íslenska landsliðið tapaði fyrir Póllandi í dag. Eva Björk Ægisdóttir

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Póllandi 82:71 í fyrsta leik liðsins á æfingamóti í Austurríki. Íslenska liðið undirbýr sig af kappi fyrir undankeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og var með eins stigs forystu eftir fyrsta leikhluta, 17:16, en í öðrum leikhluta tók pólska liðið við sér og var yfir í hálfleik, 29:37.

Pólska liðið hélt þægilegri forystu út leikinn þrátt fyrir frábæran þriðja leikhluta hjá íslenska liðinu og 82:71 tap staðreynd.

Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á mótinu en næsti leikur er gegn heimamönnum í Austurríki á morgun klukkan 16.

Upplýsingarnar eru fengnar frá Karfan.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert