„Þetta er enn í okkar höndum“

Hlynur Bæringsson í fyrri leiknum gegn Sviss.
Hlynur Bæringsson í fyrri leiknum gegn Sviss. Eggert Jóhannesson

Hlynur Bæringsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, er bjartsýnn þrátt fyrir 83:80 tap gegn Sviss í undankeppni Evrópumótsins í dag. Liðið á tvo leiki gegn Kýpur og Sviss en þeir fara fram í Laugardalshöllinni í næstu viku.

Íslenska liðið átti frábæran fyrri hálfleik gegn Sviss í dag en í þeim síðari komu heimamenn sterkari. Íslendingar náðu ekki að slíta sig frá Svisslendingum og nýttu heimamenn sér það og náðu mest tólf stiga forystu í fjórða leikhluta.

Hlynur var með tólf stig og tólf fráköst í dag.

Ísland á tvo leiki eftir í undankeppninni gegn Kýpur og Belgíu en Hlynur segir þetta vera í þeirra höndum.

„Það var eiginlega í þriðja leikhluta sem varð okkur ansi þungur. Við misstum þá fram úr okkur og náðum ekki minnka brúið í tæka tíð. Við vorum ansi nálægt því í restina en það var kafli þarna sem var ansi erfiður,“ sagði Hlynur við mbl.is í dag.

„Við náðum því ekki því miður. Það því miður gekk ekkert upp þegar við þurftum á því að halda til þess að slíta þá frá okkur, þá gerðist alltaf einhverja djöfulsins vitleysa.“

„Það var komin örvænting í okkur og við vorum að láta hitt og þetta flakka í von. Það dugði næstum því en svona er þetta bara.“

Ísland mætir Kýpur á miðvikudag en liðið tapaði fyrir toppliði Belgíu í dag. Hann er bjartsýnn fyrir leikina.

„Leikurinn gegn Kýpur er afar mikilvægur og báðir leikirnir. Þetta er enn í okkar höndum þó svo þetta sé erfiðara. Við erum í allt í lagi málum, þetta var þungt tap en ég held að ef við klárum okkar leiki þá förum við langleiðina með að tryggja okkur áfram en byrjum á því að hugsa um Kýpverjana,“ sagði Hlynur ennfremur.

„Það eru ansi margir möguleikar sem gætu gerst og ég er ekki búinn að fara yfir þá ef ég að vera hreinskilinn. Þetta er þó enn í okkar höndum og þó svo Belgarnir séu sterkir þá getum við unnið þá á heimavelli, það gæti orðið erfitt

„Þetta er hluti af íþróttinni. Við ætlum að reyna að jafna okkur og gera okkur klára fyrir næsta leik sem er á miðvikudag. Þetta er orðið okkar hús og alltaf gaman að komast í Laugardalshöllina, þetta er móment sem við þurfum að grípa,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert