Margt jákvætt í leikjum á Írlandi

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar í landsliðinu léku tvo leiki …
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og félagar í landsliðinu léku tvo leiki á Írlandi. mbl.is/Styrmir Kári

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta lék tvo vináttulandsleik gegn Írlandi um helgina. Íslenska liðið hafði betur, 65:60, í fyrri leiknum og tapaði síðan, 93:72, í seinni leiknum.

Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var heilt yfir sáttur við spilamennsku liðsins í leikjunum, en komið hefði í ljós að það þurfi að vinna í varnarleiknum á næstunni.

Helena Sverrisdóttir sem verið hefur lykilmaður í íslenska liðinu undanfarin ár er barnshafandi og Ívar segir það vissulega breyta stöðunni umtalsvert að hennar framlags njóti ekki við.

„Við vorum að skoða nýja leikmenn í þessum leikjum og það voru nokkrir leikmenn sem stóðu sig vel og banka fast á dyrnar í næstu verkefnum. Við notuðum alla 12 leikmennina í báðum leikjunum og það fengu allir leikmenn liðsins að spila töluvert,“ sagði Ívar í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Það er ekkert launungarmál að sóknarleikur liðsins hefur að miklu leyti byggst á Helenu Sverrisdóttur undanfarin ár og það mun taka tíma að aðlaga okkur að því að leika án hennar. Við þurfum að laga varnarleikinn og fara yfir ýmis mál hvernig við útfærum sóknarleikinn,“ sagði Ívar aðspurður um hvað hefði verið jákvætt og neikvætt í spilamennsku íslenska liðsins í leikjunum tveimur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert