Sigur hjá Hauki Helga í fyrsta leik

Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. mbl.is/Árni Sæberg

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson fagnaði sigri í fyrsta leik sínum með Rouen þegar liðið lagði Vichy Clermont, 76:70, í fyrstu umferð frönsku B-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld.

Haukur Helgi spilaði í 22 mínútur og skoraði á þeim tíma átta stig. Þá tók hann 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Haukur og félagar lögðu grunninn strax í fyrsta leikhluta þegar þeir skoruðu 30 stig gegn 14, en uppskáru að lokum sex stiga sigur.

Báðir íslensku landsliðsmennirnir sem eru að stíga sín fyrstu skref í frönsku B-deildinni fögnuðu því sigri í fyrsta leik, en Martin Hermannsson gerði það einnig í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert