Draumabyrjun Hildar heldur áfram

Hildur Sigurðardóttir.
Hildur Sigurðardóttir. mbl.is/Eva Björk

Hildur Sigurðardóttir, ein besta körfuknattleikskona sem Ísland hefur alið, er enn taplaus á ferli sínum sem þjálfari en Hildur tók við liði Breiðabliks í sumar eftir að hafa lagt skóna á hilluna frægu.

Blikar unnu KR í 1. deild kvenna í gær, 59:48, og hafa því unnið alla fyrstu þrjá leiki sína í deildinni. Fyrst Þór frá Akureyri í valnum, 64:62, og Fjölniskonur í annarri umferð, 75:56.

Telma Lind Ásgeirsdóttir var stigahæst hjá Blikum í gærkvöldi með 15 stig, auk þess sem hún tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hjá KR var Kristbjörg Pálsdóttir hins vegar atkvæðamest með 13 stig og 8 fráköst.

Hildur lagði skóna á hilluna vorið 2015, eftir að hafa fagnað tveimur Íslandsmeistaratitlum í röð með Snæfelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert