„Þurfum að fá jafnara stigaskor“

Gunnhildur í varnarhlutverki í kvöld.
Gunnhildur í varnarhlutverki í kvöld. mbl.is/Ófeigur

Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Snæfells, átti mjög góðan leik er liðið vann góðan 69:42 sigur á Haukum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Eftir jafnan 1. leikhluta stungu gestirnir frá Hólminum af í seinni hálfleik og unnu að lokum mjög öruggan sigur. 

„Við byrjuðum soft og vorum bara lélegar en mér fannst við rífa okkur í gang í 2. leikhluta. Það kom góð pressa og þar af leiðandi góður varnarleikur, með góðum varnarleik kemur svo góður sóknarleikur og þá fórum við að hitta úr skotunum okkar,“ sagði Gunnhildur við mbl.is í kvöld.

Hún segir liðið verða betra með hverjum leiknum en liðið æfir í tvennu lagi og því eðlilegt að það taki tíma fyrir þær að smella almennilega saman. 

<br/><div></div><div>„Við æfum á sitthvorum staðnum og leikirnir eru okkar æfingar svo það er eðlilegt að við erum ekki alveg búnar að stilla okkur saman í október. Þetta er allt að koma en mér finnst við eiga inni meira framlag frá öllum. Það þarf hver og einn að skoða hvað hann getur bætt,“ sagði Gunnhildur.</div><div></div><div>Þrátt fyrir stóran sigur segir Gunnhildur liðið geta meira. </div><div></div><div>„Á köflum var ég sátt en heilt yfir ekki. Við eigum meira inni. Það er ekki nóg hjá okkur að fá stigaskor frá tveim leikmönnum, við þurfum að fá jafnara stigaskor og fá fleiri leikmenn inn í þetta, þá er meira sjálfstraust og jafnvægi í liðinu,“ sagði Gunnhildur sem skoraði 23 stig í leiknum og var stigahæst. </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert