Haukur valinn maður leiksins

Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var valinn maður leiksins í kvöld þegar lið hans Rouen vann Bourg-en-Bresse á útivelli, 80:70, í frönsku B-deildinni.

Haukur lék í 37 mínútur af 40 í kvöld og skoraði 20 stig fyrir Rouen, auk þess að taka 4 fráköst og eiga þrjár stoðsendingar. Hann var efstur leikmanna Rouen í útreiknuðu framlagi leiksins.

Rouen vann þarna aðeins annan sigur sinn í fyrstu átta leikjum tímabilsins og liðið er neðst af 18 liðum í deildinni þrátt fyrir sigurinn, en náði tveimur öðrum að stigum. Mótherjarnir eru í efri hluta deildarinnar og sigurinn því góður.

Charleville, lið Martins Hermannssonar, er hins vegar í öðru sæti deildarinnar með sex stig í átta leikjum en þar var Martin aðalmaður í góðum sigri í gærkvöld.

Annar landsliðsmaður var í sigurliði í dag en Sigurður Gunnar Þorsteinsson og samherjar í AEL unnu Pagrati örugglega, 99:76, í grísku B-deildinni. Sigurður hafði hægt um sig og skoraði 3 stig en lið hans er í sjötta sæti með fimm sigra í níu leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert