Þegar Jabbar hitti Dr.King

Kareem Abdul Jabbar var sæmdur æðstu orðu sem bandarískum ríkisborgurum …
Kareem Abdul Jabbar var sæmdur æðstu orðu sem bandarískum ríkisborgurum getur hlotnast undir lok síðasta ár. AFP

Bandaríska sjónvarpsstöðin ESPN fékk goðsögnina Kareem Abdul Jabbar til þess að rifja stuttlega upp þegar hann sem ungur háskólanemi hitti Dr. Martin Luther King. 

Jabbar heimsótti höfuðborgina Washington á dögunum og fór þá að styttu af Dr. King og voru myndavélarnar með í för. 

Kareem Abdul Jabbar er 69 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann var um tíma samherji Péturs Guðmundssonar hjá LA Lakers.  Jabbar er þekktur fyrir fleira en tilþrifin á vellinum því hann hefur sent frá sér bækur og hefur látið til sín taka í réttindabaráttu blökkumanna í gegnum áratugina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert