Njarðvík vann grannaslaginn og Carmen í stuði

Carmen Tyson-Thomas á ferðinni.
Carmen Tyson-Thomas á ferðinni. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Carmen Tyson-Thomas, leikmaður Njarðvíkur, fór enn á ný á kostum í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld þegar liðið hrósaði sigri í grannaslag gegn Grindavík, 81:61.

Carmen skoraði 44 stig og tók 19 fráköst, en Njarðvík var með yfirhöndina frá byrjun. Staðan í hálfleik var 41:32 og hélt liðið áfram til enda. Lokatölur 81:61.

Hjá Grindavík skoraði Andra Björk Gunnarsdóttir 22 stig og Ingunn Embla Kristínardóttir 17.

Njarðvík komst með sigrinum upp í fimmta sætið, hefur þar 14 stig, en Grindavík er á botninum með 6 stig.

Njarðvík - Grindavík 81:61

Njarðvík, úrvalsdeild kvenna, 18. janúar 2017.

Gangur leiksins:: 3:0, 11:5, 18:10, 27:14, 29:20, 31:22, 35:24, 41:32, 46:40, 50:44, 59:46, 62:51, 68:53, 70:55, 75:58, 81:61.

Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 44/19 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Soffía Rún Skúladóttir 8/4 fráköst, María Jónsdóttir 6/7 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 6/9 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Björk Gunnarsdótir 5/9 stoðsendingar, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2, Erna Freydís Traustadóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 14 í sókn.

Grindavík: Andra Björk Gunnarsdóttir 22/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 17/8 fráköst, Íris Sverrisdóttir 11/5 fráköst, Lovísa Falsdóttir 6/7 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 2.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert