Hárrétt ákvörðun að fara til Grindavíkur

Dagur Kár Jónsson.
Dagur Kár Jónsson. mbl.is/Golli

„Ég kann afar vel við mig hjá Grindavíkurliðinu. Allir hafa tekið mér vel og ég hef fallið vel inn í allt í kringum liðið,“ segir Dagur Kár Jónsson, hinn ungi körfuknattleiksmaður hjá Grindavík, um fyrstu mánuðina hjá Suðurnesjaliðinu.

Hann gekk til liðs við Grindavík í haust eftir að hafa snúið heim frá dvöl við St. Francis-háskólann í Bandaríkjunum.

Dagur Kár hefur átt vaxandi velgengni að fagna með Grindavíkurliðinu og var til að mynda stigahæsti maður liðsins með 24 stig þegar Grindavík vann ÍR, 94:79, í síðustu umferð Dominos-deildarinnar.

„Ég var meiddur við heimkomuna og þurfti tíma til þess að jafna mig og aðlagast boltanum hér heima. Mér finnst ég vera að sækja í mig veðrið jafnt og þétt.

Síðustu vikur hef ég notið leiðsagnar hjá Brynjari Karli Sigurðssyni í Key Habits. Hann hefur aðstoðað mig mikið með andlegu hliðina og að koma henni í gott form. Það er ekki síður mikilvægt að hafa hana í lagi en líkamlega þáttinn,“ segir Dagur Kár og bætir við:

„Key Habits er hugarþjálfun sem eykur tilfinningagreind og færni í persónulegri markmiðastjórnun. Ég er sannfærður um að ástæða þess að ég leik betur eftir áramótin en fyrir áramót er að ég hef notið leiðsagnar Brynjars Karls. Þetta hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið. Ég tel að menn geri of lítið af því að huga að þessum þætti í þjálfuninni.“

Sjá allt viðtalið við Dag Kár í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert