Skoraði 70 stig í tapi

Devin Booker skoraði 70 stig í nótt.
Devin Booker skoraði 70 stig í nótt. AFP

Devin Booker gerði sér lítið fyrir og skoraði 70 stig fyrir Phoenix Suns gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. Því miður fyrir hann dugði það ekki til, því Boston vann leikinn, 130:120.

Lebron James skoraði 30 stig, nók níu fráköst og gaf auk þess 11 stoðsendingar í 112:105 sigri meistaranna í Cleveland á Charlotte. Kemba Walker var með 28 stig fyrir Charlotte. 

Los Angeles Lakers vann Minnesota Timberwolves, 130:119, í framlengdum leik. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í síðustu tíu leikjum og hefur þetta gamla stórveldi unnið 21 leik á tímabilinu, en tapað 51. 

Golden State Warriors hafði svo betur gegn Sacramento Kings. Stephen Curry skoraði 27 stig og var atkvæðamestur hjá Golden State. 

Úrslit næturinnar:

Washington Wizards - Brooklyn Nets 129:108
Indiana Pacers - Denver Nuggets 117:125
Orlando Magic - Detroit Pistons 115:87
Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 105:112
Boston Celtics - Phoenix Suns 130:120
Milwaukee Bucks - Atlanta Hawks 100:97
Chicago Bulls - Philadelphia 76ers 107:117
Houston Rockets - New Orlieans Pelicans 117:107
Golden State Warriors - Sacramento Kings 114:100
Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 130:119

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert