Breiðablik hafði betur í fyrsta leiknum

Heiða Hlín Björnsdóttir skýtur boltanum að körfu Breiðabliks.
Heiða Hlín Björnsdóttir skýtur boltanum að körfu Breiðabliks. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Breiðablik hafði betur gegn Þór Akureyri í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á Akureyri í dag. Lítið var skorað í leiknum og lokatölur urðu 43:40.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en staðan í hálfleik var 20:20. Sóllilja Bjarnadóttir átti mjög góðan leik hjá Breiðabliki, hún skoraði 16 stig og tók auk þess tíu fráköst. Thelma Hrund Tryggvadóttir skoraði tíu stig fyrir Þór. 

Annar leikur liðanna fer fram á þriðjudag í Smáranum, en það lið sem vinnur þrjá leiki fer upp um deild. 

Þór Ak. - Breiðablik 40:43

Síðuskóli, 1. deild kvenna, 26. mars 2017.

Gangur leiksins:: 1:0, 7:3, 7:6, 7:8, 7:12, 9:14, 18:18, 20:20, 23:20, 25:24, 29:27, 29:34, 31:37, 39:41, 39:41, 40:43.

Þór Ak.: Thelma Hrund Tryggvadóttir 10, Rut Herner Konráðsdóttir 9/16 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/8 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/13 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 4/7 fráköst, Erna Rún Magnúsdóttir 3/9 fráköst.

Fráköst: 34 í vörn, 22 í sókn.

Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 16/10 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 8/6 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 7/13 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 5/7 fráköst, Hafrún Erna Haraldsdóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Halldór Geir Jensson, Gunnlaugur Briem, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert