Hörður kvaddi með sigurleik

Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hörður Axel Vilhjálmsson landsliðsmaður í körfuknattleik lauk stuttri dvöl hjá ítalska félaginu Bondi Ferrara í gærkvöld með góðum útisigri á Recanati, 93:74, í lokaumferð B-deildarinnar á Ítalíu.

Hörður fór beint til liðsins eftir að Keflavík féll út gegn KR í undanúrslitum Íslandsmótsins en þá voru aðeins tvær umferðir eftir á Ítalíu. 

Hörður var nokkuð atkvæðamikill í gærkvöld en hann spilaði í 30 mínútur, skoraði 8 stig, tók 5 fráköst og átti 4 stoðsendingar.

Ferrara endaði í 12. sæti af 16 liðum í deildinni og vann 12 af 30 leikjum sínum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert