Martin næstbestur allra í deildinni

Martin Hermannsson hefur verið frábær í vetur.
Martin Hermannsson hefur verið frábær í vetur. Ljósmynd/David Henrot

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var annar í kjörinu á besta leikmanni frönsku B-deildarinnar sem fram fór í gærkvöldi.

Martin hefur farið á kostum með liði sínu Charleville á leiktíðinni, en hann er stigahæsti leikmaður liðsins með 17,2 stig að meðaltali í leik í deildinni. Þá er hann annar yfir flestar stoðsendingar í liðinu, en hann gefur að meðaltali 5,7 slíkar í leik.

Þá hefur enginn í allri deildinni skorað fleiri stig en hann, eða 567 samtals í 33 leikjum. Martin er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en lið hans er í 5. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert