Lettar kafsigldu Svartfellinga

Janis Timma með boltann í dag. Nemanja Djurisic sækir að …
Janis Timma með boltann í dag. Nemanja Djurisic sækir að honum. AFP

Lettland vann Svartfjallaland 100:68 í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í körfuknattleik í Tyrklandi í dag og mætir liðið Slóvenum í 8-liða úrslitunum.

Lykillinn að sigrinum hjá Lettunum í dag var líklega einna helst góð þriggjastiga skotnýting sem var 60% í dag en um er að ræða fyrsta skiptið í 12 ár sem Lettland nær þriggja stafa stigaskori en það gerði liðið síðast árið 2005 er það tapaði 114:109 gegn Spánverjum

Liðið hafði 12 stiga forskot eftir 1. leikhluta og staðan í hálfleik var 53:37. Liðið herti tökin enn frekar í 3. leikhluta og komst í 30. stiga forskot en Lettland sigldi sigrinum síðar örugglega í höfn í lokaleikhlutanum.

Stigahæstir í liði Letta voru Janis Timma með 21 stig, Kristaps Porzingis með 19 stig, Janis Strelnieks með 12 stig.

Bojan Dublijevic skoraði 21 stig fyrir Svartfjallaland, Nikola Vucevic 16 og tók sömuleiðis 9 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert