Njarðvík vann spennandi grannaslag

Terrel Vinson sækir að körfu Grindavíkur. Sigurður Þorsteinsson fylgist vel …
Terrel Vinson sækir að körfu Grindavíkur. Sigurður Þorsteinsson fylgist vel með. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Njarðvíkingar eru komnir áfram í átta liða úrslit í Maltbikarnum í körfubolta karla eftir magnaðan leik í Ljónagryfjunni þar sem úrslit réðust á loka mínútunni. Njarðvíkingar höfðu undirtökin og leiddu megnið af leiknum með þessum 3 til 4 stigum sem í raun gefur til kynna hversu jafn leikurinn var.

Það fór svo að Njarðvíkingar höfðu 79:75 sigur og Grindvíkingar, þetta mikla bikarlið eru úr leik þetta árið. Ólafur ólafsson var stigahæstur Grindvíkinga með 21 stig en hjá Njarðvík var Terrell Vinson með 25 stig. 

Njarðvík - Grindavík 79:75

Njarðvík, Bikarkeppni karla, 06. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 7:2, 14:7, 16:17, 26:24, 28:32, 31:37, 36:37, 38:41, 45:46, 51:50, 56:52, 60:54, 65:64, 74:64, 75:70, 79:75.

Njarðvík: Terrell Vinson 25/8 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Logi Gunnarsson 16/4 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 11/10 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/4 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Oddur Rúnar Kristjánsson 3/5 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.

Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/10 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/4 fráköst, Rashad Whack 11/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 4/5 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Njarðvík 79:75 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert