Tröllatvenna sökkti toppliðinu

Anthony Davis var öflugur í nótt.
Anthony Davis var öflugur í nótt. AFP/Sean M. Haffey

Anthony Davis átti stórbrotinn leik fyrir Los Angeles Lakers í nótt þegar liðið lagði topplið Minnesota Timberwolves að velli, 120:109, í NBA-deildinni í körfuknattleik á heimavelli sínum í Los Angeles.

Davis var með sannkallaða tröllatvennu því hann skoraði 27 stig í leiknum og tók 25 fráköst. LeBron James var þó stigahæstur með 29 stig en hann átti níu stoðsendingar og tók átta fráköst.

Lakers er nú í níunda sæti Vesturdeildarinnar eftir tvo sigra í röð, með 36 sigra í 66 leikjum, og er komið á hælana á Phoenix Suns sem er í sjötta sætinu með 37 sigra í 64 leikjum en sex efstu liðin komast beint í úrslitakeppnina og næstu fjögur fara í umspil.

Oklahoma City nýtti sér tap Minnesota og er efst í Vesturdeildinni með 45 sigra í 64 leikjum, rétt á undan Denver og Minnesota. Oklahoma vann Memphis, 124:93, þar sem Shai Gilgeous-Alexander var atkvæðamikill að vanda og skoraði 23 stig.

Úrslitin í nótt:

LA Clippers - Milwaukee 117:124
Sacramento - Houston 104:112
Orlando - Indiana 97:111
Miami - Washington 108:110
Atlanta - New Orleans 103:116
Oklahoma City - Memphis 124:93
Cleveland - Brooklyn 101:120
New York - Philadelphia 73:79
LA Lakers - Minnesota 120:109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert