Fyrsta skiptið í Laugardalshöllinni

Ragnar Ágústsson sækir að körfu Álftnesinga.
Ragnar Ágústsson sækir að körfu Álftnesinga. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum ekkert sérstaklega þekktir fyrir bikarinn,“ sagði Tindastólsmaðurinn Ragnar Ágústsson í samtali við mbl.is efitr að lið hans komst í úrslitaleik bikarsins með sigri á Álftanesi, 90:72, í Laugardalshöllinni í dag.

Tindastóll mætir annaðhvort Keflavík eða Stjörnunni í úrslitaleiknum á laugardaginn kemur.

„Tilfinningin er mjög góð. Við erum búnir að sakna þessarar tilfinningar. Svona viljum við hafa þetta. 

Mjög mikilvægt að vera komnir í úrslitaleikinn. Nú getum við kúplað okkur út og einbeitingin fer á einn leik. Það er gott að geta verið í þeirri stöðu,“ sagði Ragnar í samtali við mbl.is.

„Við erum ekkert sérstaklega þekktir fyrir bikarinn nema kannski árið 2018. Þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti í Laugardalshöllina í meistaraflokki að spila. Ég er ánægður með þetta,“ bætti Ragnar við. 

Hafa átt í erfiðleikum með auðveldar körfur 

„Við gerðum vel í fyrri hálfleik að mæta þeim hátt á vellinum. Svo vorum við slakir í þriðja leikhluta og misstum aðeins hausinn. Svo komum við til baka, náðum að spila góða vörn og fá auðveldar körfu. 

Við erum búnir að vera í veseni með að fá auðveldu körfurnar en nú eru þær komnar og þá gengur allt vel,“ sagði Ragnar að lokum er spurður út í frammistöðu liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert