Réðum ekkert við Martin

Ægir Þór Steinarsson og Hlynur Bæringsson reyna að verjast Remy …
Ægir Þór Steinarsson og Hlynur Bæringsson reyna að verjast Remy Maritn í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var svekktur með 113:94-tap gegn Keflavík í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfubolta í kvöld.

„Þeir voru talsvert betri en við. Við réðum ekkert við Remy Martin. Við prófuðum alls konar hluti til að verjast honum. Í sókninni gerum við mikið af mistökum og síðan í þriðja leikhluta þá mætir Remy og sprengir upp leikinn og eftir það erum við bara að elta og þeir voru betri.“

Spurður að því hvort eitthvað hafi komið Stjörnunni á óvart í leik Keflavíkur:

„Nei, það kom okkur ekkert á óvart. Þeir gerðu bara það sem þeir gera vel sem er að gera leikina að sínum. Þeir gerðu sitt frábærlega og því fór sem fór. Ég vill bara óska þeim og Tindastóli til hamingju.“

Hvað var það helst sem þið náðuð ekki að framkvæma samkvæmt plani?

„Við réðum bara ekkert við Remy Martin og í sókninni var þetta bara einhvern veginn sem er auðvitað aldrei planið,“ sagði Arnar að lokum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert