Lið Baldurs í sögubækurnar

Baldur Þór Ragnarsson.
Baldur Þór Ragnarsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ungmennalið Ulm, undir stjórn Baldurs Þórs Ragnarssonar, varð í dag EuroLeague ANGT-meistarar í Dúbaí eftir sigur á jafnöldrum sínum í Zalgirirs. 

Baldur, sem er aðstoðarþjálfari aðalliðs Ulm, hefur staðið sig með prýði frá komu hans til félagsins.

Frakkinn Noa Essengue, sem er 18 ára gamall, var valinn best maður mótsins og er talið líklegt að hann verið valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar á næsta ári. 

Með sigrinum hefur Ulm tryggt sér þátttöku í undanúrslitum lokakeppninnar sem er haldin samhliða fjögurra liða úrslitum EuroLeague 24. til 26. maí. Ekkert þýskt lið hefur áður náð þessum árangri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert