„Mér er drullusama um þá“

Draymond Green er ekki allra.
Draymond Green er ekki allra. AFP/Sean M. Haffey

Bandaríska körfuknattleiksstórveldið Golden State Warriors hefur ekki fagnað góðum árangri undanfarnar vikur. 

Liðið hefur tapað sex af síðustu tíu leikjum í NBA-deildinni og situr sem er í tíunda sæti deildarinnar, en lið frá 6. til 10. sæti fara í sérumspil um að komast í úrslitakeppnina. 

Aftur á móti hefur Houston Rockets, sem situr í 11. sæti deildarinnar, farið hamförum undanfarnar vikur og unnið níu af síðustu tíu leikjum. 

Er liðið nú einum leik á eftir Golden State og miðað við gengi liðanna verður að teljast líklegt að Houston nái stórliðinu. 

Draymond Green, einn af lykilmönnum Golden State, hefur þó vægast sagt ekki áhyggjur af liði Houston. Á blaðamannafundi eftir tap Golden State fyrir Minnesota Timberwolves í nótt sagði hann einfaldlega er spurður, „mér er drullusama um Houston Rockets.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert