Ólafur: „Fullt af jákvæðum atriðum“

Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson Brynjar Gauti

„Mér fannst fullt af jákvæðum atriðum í okkar leik og við munum bara halda áfram, þetta tap setur okkur ekki útaf laginu,“  sagði Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 22:21-tapleikinn gegn Suður-Kóreu. Ólafur átti sendinguna á Ásgeir Örn Hallgrímsson sem fór inn úr horninu rétt fyrir leikslok en hann vippaði boltanum yfir markvörð Suður-Kóreu og boltinn hafnaði þverslánni.

„Síðasta skotið í leiknum var einn af þeim möguleikum sem kerfið sem við settum upp bauð upp á. Við vorum búnir að reyna annað sem tókst ekki. Þetta tókst ekki núna en færið var fínt. Við náðum að skapa okkur fullt af færum í leiknum en við nýttum færin okkar ekki nógu vel. Vörnin sem við leikum gegn í dag er mjög erfið viðureignar og við gerðum mörg mistök. Vörnin var mjög góð fyrir utan þann kafla þegar Kyungshin Yoon var að „salla“ á okkur mörkum. Það eru engin slæm merki í leik okkar fyrir utan nýtinguna á færunum og tæknifeila.“ 

Ólafur Stefánsson.
Ólafur Stefánsson. mbl./isBrynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert