Jafnbiturt og ummæli Ronaldo um Ísland

Cristiano Ronaldo var afar pirraður yfir spilamennsku íslenska liðsins.
Cristiano Ronaldo var afar pirraður yfir spilamennsku íslenska liðsins. AFP

Cristiano Ronaldo, leikmaður portúgalska landsliðsins í knattspyrnu, lét afar bitur orð falla eftir 1:1 jafntefli Portúgals gegn Íslandi á Evrópumótinu í sumar. Hope Solo, markvörður bandaríska landsliðsins, bauð upp á svipuð ummæli í kvöld eftir tap gegn Svíum.

Bandaríska kvennalandsliðið tapaði í 8-liða úrslitum á Ólympíuleiknum í Ríó í Brasilíu í kvöld eftir vítaspyrnukeppni en bandaríska liðið fékk gríðarlega mörg færi til þess að klára leikinn en gerði ekki. Sænska liðið spilaði agaðan varnarleik sem skilaði því sæti í undanúrslitum.

Hope Solo, markvörður bandaríska liðsins, kallaði leikmenn sænska liðsins bleyður og gagnrýndi liðið harðlega. Margir sérfræðingar erlendis líkja ummælum hennar við orð sem Ronaldo lét falla um íslenska karlalandsliðið á Evrópumótinu í sumar.

Ísland og Portúgal gerðu 1:1 jafntefli þar sem íslenska liðið spilaði aftarlega og beitti skyndisóknum en Ronaldo sagði eftir leik að portúgalska liðið hefði átt að sigra í leiknum og að íslenska liðið spilaði leiðinlegan fótbolta. Þá hélt hann áfram og sagði að íslenska liðið myndi aldrei afreka neitt, hvað þá vinna stórmót.

Hægt er að sjá helstu færslur um ummæli Solo og Ronaldo hér fyrir neðan. Einnig er hægt að sjá ummæli bæði hjá Ronaldo og Solo ef smellt er á fréttirnar hér fyrir neðan.

„Þær eru allar bleyður“

Smáþjóð sem mun aldrei vinna neitt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert