Nýttu sigurinn gegn Þóri til gullverðlauna

Rússar urðu ólympíumeistarar kvenna í handbolta í fyrsta sinn.
Rússar urðu ólympíumeistarar kvenna í handbolta í fyrsta sinn. AFP

Rússar fylgdu eftir dramatískum sigri sínum í undanúrslitum gegn Noregi, liði Þóris Hergeirssonar, og urðu í dag ólympíumeistarar í handbolta kvenna í fyrsta sinn.

Rússar unnu Frakka í úrslitaleiknum, 22:19, eftir að hafa einnig verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 10:7. Frakkar jöfnuðu metin um miðjan seinni hálfleik, 14:14, en Rússar skoruðu þá þrjú mörk í röð og héldu forystunni til enda.

Anna Viakhireva var markahæst Rússa með 5 mörk en þær Polina Kuznetsova og Daria Dmitrieva skoruðu 4 mörk hvor. Hjá Frökkum voru Allison Pineau og Siraba Dembele markahæstar með 5 mörk hvor.

Þórir stýrði Noregi til bronsverðlauna eins og lesa má um HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert