Hanna og Nikita sigruðu (myndskeið)

Á danskeppni Reykjavíkurleikanna var keppt í latin dönsum í dag. Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev komu sáu og sigruðu í flokki fullorðinna en þau voru bæði kjörin Reykjavíkurleikameistarar og Íslandsmeistarar. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá einn af glæsilegum dönsum þeirra í úrslitunum í kvöld.

Verðlaunahafar í RIG latin open

  1. Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev, DÍH
  2. Tobias Fladby og Malín Agla Kristjánsdóttir, Noregi
  3. Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco, Hvönn

Verðlaunahafar í Íslandsmeistaramótinu í latin dönsum

  1. Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev, DÍH
  2. Sara Rós Jakobsdóttir og Nicoló Barbizi, DÍH
  3. Marta Carrasco og Daði Freyr Guðjónsson, Hvönn

Myndir af verðlaunahöfum í flokkum barna og unglinga má finna á Facebooksíðu Dansíþróttasambands Íslands.

Á morgun verður keppt í standard dönsum á Reykjavíkurleikunum. Keppnin fer fram í Laugardalshöll og hefst kl.11. Áætluð mótslok eru kl.16.

Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev
Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev Sportmyndir.is
Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev
Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev Sportmyndir.is
Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev
Hanna Rún Basev Óladóttir og Nikita Basev Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert