Tíundu leikarnir

Reiknað er með þátttöku á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt …
Reiknað er með þátttöku á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga á RIG. Sportmyndir.is

Íþróttaleikarnir WOW Reykjavik International Games (RIG) fara fram dagana 26. janúar til 5. febrúar næstkomandi. Þetta er í tíunda sinn sem leikarnir eru haldnir og von á sérstaklega glæsilegri dagskrá í tilefni af afmælinu.

Keppt verður í 19 íþróttagreinum þar sem reiknað er með þátttöku á sjötta hundrað erlendra gesta ásamt flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Von er á mjög sterkum erlendum keppendum til landsins í öllum greinum. Má þar nefna heimsmeistara og heimsmethafa í kraftlyftingum, silfurverðlaunahafa á Ólympíuleikum í fimleikum, Evrópumeistara í sundi og bronsverðlaunahafa á Ólympíuleikum í júdó.

Í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á spennandi „Off Venue“-dagskrá þar sem allir sem vilja geta tekið þátt. Á „Off Venue“-dagskránni eru meðal annars hjólasprettur upp Skólavörðustíg, hátíðir í Laugardalshöll þar sem boðið verður upp á kvöldverð og skemmtiatriði, 5 km skemmtiskokk um miðbæ Reykjavíkur sem ber heitið WOW Northern Lights Run, spennandi ráðstefnur með þekktum erlendum fyrirlesurum og fleira skemmtilegt.

Heimasíða leikanna með nánari upplýsingum er rig.is

Fjallað verður ítarlega um WOW Reykjavik International Games hér á mbl.is og í Morgunblaðinu næstu vikurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert