Sigraði annað árið í röð

Mattieu Huin frá Frakklandi sigraði skvasskeppnina annað árið í röð.
Mattieu Huin frá Frakklandi sigraði skvasskeppnina annað árið í röð. Sportmyndir.is

Mattieu Huin frá Frakklandi og Hildur Ágústa Ólafsdóttir sigruðu í skvasskeppni WOW Reykjavik International Games sem fram fór í húsnæði Skvassfélags Reykjavíkur á Stórhöfða um helgina.

Þetta var annað árið í röð sem Huin sigraði á mótinu. Í úrslitaleiknum mætti hann Róbert Fannari Halldórssyni og sigraði 3-1. Í þriðja sæti var Conor D'Cruz frá Bretlandi.

Hildur Ágústa sem var besta konan á mótinu var í 4. sæti í B-flokki karla. Önnur kona var Viktoría Von Jóhannsdóttir og þriðja Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert