c

Pistlar:

1. desember 2015 kl. 11:50

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Einstök "Trend"

Snemma á þessu ári mættu þrír álitsgjafar í viðtal á innlendri útvarpsstöð til að tjá sig um helstu bókmenntaverk Íslands árið áður. Þeir, ásamt tveimur spyrlum, fjölluðu mikið um þróunina á vettvangi íslenskra bókmennta og töluðu allir fimm aðilar stöðugt um nýjustu trend í þeim efnum. Svipuð þróun er að eiga sér stað hjá yngri kynslóðinni. Krakkar tala orðið um að hlutir ívolvist (enska: Evolve) í stað þess að þeir þróist.

Oft stærum við Íslendingar okkur af því hversu einstök þjóð við erum enda má sjá fyrirtæki í ferðaþjónustu auglýsa grimmt hin svokölluðu íslensku sérkenni í markaðssetningu sinni. Áherslan á tungumál okkur virðist þó ekki skipta eins miklu máli og áður. Í dag sjá auglýsendur oft ekki ástæðu til þess að nota innlend heiti og auglýsa þess í stað Halloween (hrekkjavöku) vörur og Black Friday (svarta föstudags) tilboð. Notkun erlendra orða er orðin það sjálfsögð hérlendis að sölumaður í raftækjaverslun hváði um daginn þegar að sonur minn spurði hvernig hægt væri að vista gögn í tæki sem hann seldi, enda hafði hann ekki heyrt neitt annað hugtak en seifa (enska: Save) í fjöldamörg ár.

Mitt í þessari auknu notkun erlends máls er bjórinn Einstök í töluverðri markaðssókn á erlendri grundu. Í dag flytur Einstök út um það bil 2/3 af öllu útfluttu íslensku áfengi. Bjórinn er bruggaður af Vífilfelli á Akureyri en Einstök vörumerkið og fyrirtækið er hins vegar í eigu Bandaríkjamanna. Erlendir aðilar átta sig á hversu verðmæt íslensk séreinkenni eru þegar kemur að tungumálinu, jafnvel vara sem tengist ekki ferðaþjónustu.

Það er óþarfi að nota erlendar slettur þegar töluð er íslenska. Það felast verðmæti í tungumáli okkar. Einstök ölgerðin styður þá fullyrðingu bæði frá markaðs- og fjármálalegu sjónarmiði.

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira