c

Pistlar:

29. september 2016 kl. 11:43

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Vaxtakjör innlánsreikninga og ríkisbréfa

Samkvæmt fræðunum eiga ríkisbréf í hverju ríki að vera með minnstu áhættu fjárfestinga sem völ er á, að teknu tilliti til skuldaraáhættu. Eðlilegt er því að slík bréf myndi vaxtagrunn, það sem almennt er kallað áhættulaus ávöxtun (e. risk-free eða Rf) og síðan bætist við áhættuálag á sambærilegum skuldabréfum eða innstæðum banka. Fjárfestar taka meiri áhættu með því að "lána" öðrum en ríkinu pening en fá á móti hærri ávöxtun.

Þetta samband hefur á mörg ár ekki ríkt á Íslandi. Almennt hafa bundnar innstæður veitt slakari ávöxtun en ávöxtunarkrafa ríkisbréfa. Má því segja að ákveðin þversögn hafi ríkt; þeir fjárfestar sem keypt hafa ríkisbréf hafa fengið hærri ávöxtun en þeir sem lögðu pening inn á bundna innstæðubók.

Í framhaldi af síðustu stýrivaxtalækkun Seðlabankans hefur ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hins vegar lækkað um 100 bps (eða 1%). Nú, jafnvel eftir að hærri verðbólgutölur voru birtar í morgun, er ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisbréfa í kringum 5,15% - 5,20% en var fyrir eigi alls löngu í kringum 6,20%. Hægt er aftur á móti að leggja pening inn á bundinn fastvaxtareikning Landsbankans í dag til 5 ára sem veitir 5,70% vexti. Munar þar um 0,5% á ári miðað við ríkisbréf.

Má því segja að loks geti þeir fjárfestar sem vilji fá skynsamlegt áhættuálag á Íslandi á pening sem er bundinn fái hærri ávöxtun en þeir sem fjárfesti í ríkisbréfum.

Hér er slóðin hjá Landsbankanum - https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/sparnadurogfjarfestingar/bankareikningar/fastvaxtareikningur/

Rétt er að taka það fram að hækki verðbólga meira en sem nemur 5,70% þá er neikvæð raunávöxtun af þessum reikningi. Auk þess er hugsanlegt að Landsbankinn fari innan 5 ára á hausinn. Landsbankinn getur breytt vaxtakjör fyrirvaralaust, þó ekki afturvirkt. Þetta er ekki fjárfestingarráðgjöf, aðeins ábending um möguleika til ávöxtunar. Held að ég hafi slegið hér á flesta varnagla.

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík (2015-2022).

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta,uppsetningu verðbréfafyrirtækja, og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

https://www.researchgate.net/profile/Mar_Mixa

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira