„Sjómenn frá fjölskyldu sinni 210 daga ársins“

Formaður Sjómannasambandsins efast um að launatölur sem birtar voru í …
Formaður Sjómannasambandsins efast um að launatölur sem birtar voru í gær af forstjóra Samherja eigi við um stéttina almennt. mbl.is/Brynjar Gauti

Sjómenn fá þúsund krónur dag til að greiða fyrir sitt fæði og fá milljón á mánuði fyrir að vera að heiman 210 daga ársins. 

Þetta segir Valmundur Valmundsson í nýlegri færslu á Facebook-síðu Sjómannasambands Íslands.

Í tengslum við frétt 200 mílna um laun sjómanna á Samherjaskipum hafa ýmsir lagt orð í belg og telja að ekki sé með þessu gefin hárrétt mynd af raunkjörum sjómanna. 

Þeirra á meðal er Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Sjá frétt: Það eru ekki alltaf jólin á sjónum.

Nú hefur formaður Sjómannasambands Íslands bent á fleira sem til komi í þessu sambandi. Á Facebook-síðu félagsins vekur Valmundur athygli manna á því að kvótastaða Samherja sé með eindæmum góð, en útgerðir landsins séu þó nokkru fleiri en bara Samherji.

Valmundur segist ekki hafa „konkret tölur“, en sín ágiskun sé sú að sjómenn hafi að jafnaði um milljón á mánuði fyrir sína vinnu. Verði í því sambandi að horfa til þess að þeir séu frá fjölskyldu og vinum 210 daga ársins, eða um sjö mánuði af tólf. 

Enn fremur bendir hann á að sjómenn fái um 40.000 kr. vegna fatapeninga og starfsaldursálag fyrir þessa sjö mánuði og í heildina um þúsund krónur til að greiða matarkostnað sinn.

Í lok færslunnar bendir Valmundur á þessa frétt til að vekja athygli á samanburði starfskjara stéttanna tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »