Ummælin geta sett samning í uppnám

Fulltrúar SFS á fundi sínum í morgun vegna tilboðs samninganefndar …
Fulltrúar SFS á fundi sínum í morgun vegna tilboðs samninganefndar sjómanna. mbl.is/Golli

Formaður Sjómannasambandsins segir að ummæli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að hún sé mótfallin sértækum aðgerðum, þar á meðal niðurgreiðslu launa fyrir útgerðarmenn, geti sett nýtt tilboð sem samninganefndir sjómanna lögðu fram í gær í uppnám.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnarðarráðherra var í viðtali við Rúv í morgun. 

„Við teljum ekki að þetta séu sértækar aðgerðir. Það er ekki verið að niðurgreiða nein laun. Við erum að fara fram á að fæðispeningar sjómanna séu skattfrjálsir en fæðispeningar eru greiddir af útgerðinni að fullu til að mæta kostnaði sjómanna við fæði sitt,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. 

„Ef þetta er ekki inni í samkomulaginu þá er þetta andvana fætt,“ segir hann og telur að ríkisstjórnin vilji ekki koma að málinu með neinum hætti.

Spurður hvort krafan um fæðispeninga sé ófrávíkjanleg, segir hann að hún sé eitt af því sem krafist er til að samningar geti náðst.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness …
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Segir að ekkert verði af kjarasamningi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og samningamaður sjómanna, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að ekkert verði af nýju kjarasamningi við SFS „þótt þau myndu fallast á okkar tilboð því það var háð þeim ófrávíkjanlegu skilyrðum að sjómenn myndu njóta dagpeninga eins og annað launafólk í þessu landi,“ skrifar hann.

„Nú hefur sjávarútvegsráðherra talað enn og aftur skýrt um að íslenskir sjómenn fái ekki að sitja við sama borð og annað launafólk í þessu landi og með þessum ummælum deyr það tilboð drottni sínum sem lagt var fram í gær til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,40 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,25 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 114,63 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 163,11 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Gunnþór ÞH 75 Grásleppunet
Þorskur 133 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 152 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 266 kg
Steinbítur 10 kg
Þorskur 6 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 285 kg
26.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 594 kg
Samtals 594 kg
26.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 713 kg
Þorskur 47 kg
Steinbítur 2 kg
Sandkoli 1 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »