Samþykktu samninginn naumlega

Talning atkvæða fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara.
Talning atkvæða fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert

Kjarasamningur sjómanna, sem samninganefndir þeirra og SFS náðu saman um aðfaranótt laugardags, hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu.

Þar með lýkur verkfalli sjómanna, sem staðið hafði yfir í tæpar tíu vikur.

2.214 manns voru á kjörskrá. 1.189 greiddu atkvæði, en þau féllu þannig að 623 voru fylgjandi samningnum, en 558 voru mótfallnir. Átta kjörseðlar voru þá auðir og ógildir.

52,4% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu því samninginn, en 46,9% greiddu atkvæði gegn honum.

Varaformaður Sjómannasambandsins: „Afskaplega feginn“

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar: Halda úr höfn í kvöld

Framkvæmdastjóri SFS: „Mikill léttir“

Forstjóri Síldarvinnslunnar: „Nú fara menn bara á sjó“

Formaður Sjómannasambandsins: „Tæpt en þetta hafðist“

Fyrir fram búist við tvísýnum kosningum

Skiptar skoðanir höfðu verið um samninginn, en kjörsókn var allt frá 10% upp í 70%. Flestir voru þó sammála um að tvísýnt yrði um niðurstöðuna og að tæpt yrði á munum, á hvorn veginn sem færi.

Konráð Þorsteinn Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands, sagðist halda að menn kynnu að meta samninginn. Áður hafði hann sagt, í samtali við mbl.is, að það væri glapræði að fella samninginn.

Enn fremur bjóst hann fastlega við því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra myndi leggja fram frumvarp um lög á sjómenn, yrði samningurinn felldur. Deiluaðilar myndu þá líklega ekki koma saman á ný, færi svo.

„Það er ekk­ert til að hitt­ast yfir. Við vor­um kom­in al­veg í botn í þessu máli. Það er ekk­ert meira í boði,“ sagði Konráð þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »