Erlendir aðilar óska eftir samstarfi

„Þarna er fyr­ir­tæki sem sæk­ist eft­ir því að tengj­ast okk­ur …
„Þarna er fyr­ir­tæki sem sæk­ist eft­ir því að tengj­ast okk­ur af því þeir vita að við erum með bestu gæðin,“ segir Guðný um samstarf Estrella við íslensk fyrirtæki sem flytja út salfisk. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þegar það kem­ur að markaðssetn­ingu ís­lensks fisks á er­lend­um mörkuðum er margt vel gert og metnaður hjá fyrirtækjunum sjálfum, einkum í vöruþróun og afhendingaröryggi. Þó er hægt að gera bet­ur og vinna sameiginlega með samræmd skilaboð inn á neyt­enda­markaðinn og að sögn Guðnýj­ar Kára­dótt­ur, for­stöðumanns hjá Íslands­stofu er það næsta skref.

Pist­ill sem Þór Sig­fús­son hjá Sjáv­ar­klas­an­um skrifaði fyrr í vik­unni hef­ur vakið at­hygli en þar seg­ir hann margt megi læra af sjó­manna­verk­fall­inu, einkum á sviði markaðssetn­ing­ar á ís­lensk­um fiski sem hann spyr hvort að verðmæti séu að fara í súg­inn vegna aðgerðarleys­is Íslend­inga í markaðsmá­l­um með fisk. Hann kall­ar eft­ir auk­inni sam­vinnu allra þeirra í mat­vælaiðnaðinum sem selja sjáv­ar­af­urðir. 

Stórt markaðsverkefni rætt í mörg ár

Guðný segir samstarf í gangi nú þegar þó á smáum skala sé. Seg­ir hún það hafa verið rætt í mörg ár að koma af stað stóru markaðsverk­efni í sjáv­ar­út­veg­in­um en bend­ir þó á að grein­in þurfi að vera sam­mála um ákveðna hluti í markaðsstarfi eins og fjár­magn áður en það er keyrt af stað.

„En það er margt sem við og fólk í grein­inni er að gera vel. Við erum með frá­bært flutn­ingsnet, mikla ný­sköp­un, fyr­ir­tæk­in standa und­ir þró­un­ar­starfi og það eru svona hlut­ir sem eru for­send­ur þess að fyr­ir­tæk­in skila auk­inni af­komu og verðmæt­um úr haf­inu. Ef þú horf­ir á það sem ís­lensk fyr­ir­tæki eru búin að gera má sjá að við stönd­um Norðmönn­um til dæm­is langt fram­ar varðandi verðmætasköpun og nýtingu, en við eigum mikið inni í sameiginlega kynningarstarfinu, þar eru þeir með meira fjármagn og komnir lengra. Þeir veiða t.d. þorskinn yfir styttra tímabil og mikið frosið. Við erum að fá miklu meira út úr hverju kílói sem við drög­um úr sjó.“

Unnið með sjávarútveginum í rúmlega 30 ár

Íslands­stofa hef­ur unnið með sjáv­ar­út­veg­in­um frá ár­inu 1986 á sjávarútvegssýningum erlendis og seg­ir Guðný margt í gangi. Nefn­ir hún til dæm­is verk­efnið Ice­land Responsi­ble Fis­heries en þar sinn­ir Íslands­stofa markaðs- og kynn­ing­ar­mál­um fyr­ir ís­lensk­ar sjáv­ar­af­urðir und­ir merkj­um skv. samn­ingi við Ábyrg­ar fisk­veiðar. Mark­miðið er að treysta stöðu ís­lenskra sjáv­ar­af­urða á er­lend­um mörkuðum og styrkja ímynd Íslands sem upp­runa­lands sjáv­ar­af­urða þar sem stundaðar eru ábyrg­ar fisk­veiðar.

„Frá ár­inu 2013 höf­um við síðan verið í markaðsstarfi með hópi Íslend­inga í S-Evr­ópu, þ.e. Spáni, Portúgal og Ítal­íu. Þar erum við kom­in í kynningarstarf á  neyt­enda­markaði  sem er að sýna okk­ur að það er hægt með ár­ang­urs­rík­um hætti. Með okk­ar starfi erum við að miðla leynd­ar­mál­inu um ís­lenska salt­fisk­inn sem eru gæðin, hefðir og ferska hrá­efnið,“ út­skýr­ir Guðný og seg­ir mjög skýra stefnu í starf­inu á þeim markaði.

Þar hafa verið bún­ir til sér­stak­ir „ambassa­dor­ar“ eða full­trúa úr mat­reiðslu­mönn­um og þá er unnið með veit­inga­stöðum á svæðinu og sam­fé­lags­miðla. „Við erum ekki með sömu fjár­muni og önn­ur lönd sem við ber­um okk­ur sam­an við en það sem við erum að gera trygg­ir snjó­bolta­áhrif.“

Við kynningu á íslenskum salfiski erlendis. „Við erum ekki með …
Við kynningu á íslenskum salfiski erlendis. „Við erum ekki með sömu fjár­muni og önn­ur lönd sem við ber­um okk­ur sam­an við en það sem við erum að gera trygg­ir snjó­bolta­áhrif,“ segir Guðný.

Kynna saman saltfisk og bjór

Bend­ir hún á að fleiri og fleiri aðilar í Suður Evrópu eru að óska eftir sam­starfi um að kynna ís­lenska vöru, þ.e. hafi sam­band í kjölfar þess sem þeir sjá og upplifa af því sem er í gangi hjá okkur. Við höfum haldið fundi með aðilum í virðiskeðjunni og kynnt samstarfsmöguleikana. Það eru t.d. að fara af stað kynningar nú á föst­unni á Spáni.  

Til að mynda er það spænski bjór­fram­leiðand­inn Damm Estrella en við höfum unnið með þeim í 3 ár í Madrid. Samstarfið felst í að ís­lenski fisk­ur­inn og bjórinn frá Estrella er kynntur á 33 veit­inga­stöðum í mánaðar­tíma þar sem Estrella velur íslenska fiskinn til  að kynna bjór sem val­kost með salt­fiskn­um. „Þarna er fyr­ir­tæki sem sæk­ist eft­ir því að tengj­ast okk­ur af því þeir vita að við erum með bestu gæðin.“

Guðný seg­ir Ísland eiga enn mikið inni þegar það kem­ur að markaðssetn­ingu á fiski og þurfi að nýta sér hvað Ísland er vin­sælt vörumerki.

Í sjávarútvegi er unnið með hjartanu

Aðspurð hvort að hún telji að sjó­manna­verk­fallið sem stóð yfir í níu vik­ur hafi haft nei­kvæð áhrif á markaðsstarfið er­lend­is seg­ir Guðný erfitt að segja til um það í dag. „En við vor­um til dæm­is að kynna Gull­karfa á neyt­enda­sýn­ingu í Þýskalandi í janú­ar og átt­um í mikl­um erfiðleik­um að fá fersk­an fisk í smakk. En við erum að vinna með svo frá­bær­um fyr­ir­tækj­um sem gátu reddað því. Við vit­um að menn hafa lagt á sig ómælda vinnu að halda mörkuðum og leysa úr stöðunni og stund­um tekst það og stund­um ekki,“ seg­ir Guðný og bæt­ir við að það tek­ur tíma að sjá hver áhrif­in verða.

„En ég held miðað við hvað við erum með dug­legt fólk í þess­ari grein þá mun það leggja sig fram um að vinna þetta til baka. Ég er viss um að það muni all­ir leggj­ast á eitt. Ég hef séð það í mínu starfi að í sjáv­ar­út­veg­in­um er unnið með hjart­anu. Við vær­um heilt yfir ekki að ná þess­um ár­angri ef fólk væri ekki að vanda sig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »