Erfið gengisþróun og færri krónur

Talsverð umsvif fylgja grásleppuvertíðinni. Á myndinni skera þau f.v. Julia …
Talsverð umsvif fylgja grásleppuvertíðinni. Á myndinni skera þau f.v. Julia Janiak, Viliam Bilsák og Mirek Trojanowski grásleppu hjá GPG. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Gengið kemur fljótlega upp í umræðunni þegar rætt er við útgerðarmenn og fiskverkendur þessa dagana. Sú var raunin þegar rætt var við Gunnlaug Hreinsson, framkvæmdastjóra GPG Seafood á Húsavík, í vikunni.

Hann segir að í sjálfu sér sé verð ágætt í markaðslöndunum, en hvort sem selt sé í evrum eða dollurum hafi gengisþróun verið þannig síðasta árið að miklu færri krónur skili sér til seljenda.

Minna unnið af saltfiski og framleiðendum fækkar

„Vegna verkfalls sjómanna, sem kom á versta tíma, hefur mun minna verið framleitt af saltfiski í vetur en undanfarin ár, ætli samdrátturinn sé ekki um 40%,“ segir Gunnlaugur, en verkfallið stóð í tíu vikur og lauk 20. febrúar.

„Auk þess hafa stórir saltfiskframleiðendur snúið sér að öðru og ég gæti trúað að fækkað hafi um 4-5 fyrirtæki á síðastliðnu ári. Menn hafa gefist upp á þessu hver á fætur öðrum og þá fyrst og fremst vegna gengisþróunar. Margir hafa líka lagt aukna áherslu á að flytja út ferskan fisk. Það hjálpar í ár að páskarnir eru frekar seint, en stór hluti framleiðslunnar er stílaður inn á föstuna.“

Lengri greiðslufrestur og lækkað verð

Síðasta árið hefur verið erfitt fyrir þá sem þurrka afurðir og selja til Nígeríu. Sumir hafa ekki losnað við framleiðsluna, en þeir sem hafa selt þangað hafa þurft að sætta sig við verulega verðlækkun.

„Núna fáum við um 40% af því sem við fengum fyrir 18 mánuðum,“ segir Gunnlaugur. „Þar spilar gengið stóra rullu og líka gjaldeyris- og innflutningshöft í Nígeríu. Við höfum losnað við okkar framleiðslu með lengdum greiðslufresti og lækkuðu verði, en þetta er erfitt.“

Grásleppuvertíðin fer rólega af stað frá Húsavík og eru þrír bátar byrjaðir að róa. Óvissa hefur verið um verð og hver fjöldi leyfilegra veiðidaga verður.

Grásleppuhrogn eru yfirleitt seld í evrum og fara til kavíarframleiðslu víða. Gunnlaugur segir að fyrir ári hafi fengist 143 krónur fyrir evruna en núna fáist 120 krónur þannig að lækkunin sé um 20%. Hveljan hefur síðustu ár verið seld fryst til Kína og er verð fyrir hana reiknað í dollurum, þar hefur lækkunin verið 15-18%.

„Ástand á mörkuðum virðist vera gott og þrátt fyrir gengisþróunina er verið að hækka verð til sjómanna. Endanlegt verð liggur ekki fyrir, en hækkunin gæti verið 15-20% frá síðasta ári. Það þarf mikla hækkun á hrognum til að það gangi eftir og vonandi verður innistæða fyrir slíkri hækkun,“ segir Gunnlaugur.

Vonandi innistæða fyrir hækkun

Hann segir að mjög mikið hafi verið af fiski um allan sjó og einhverjir grásleppusjómenn víli fyrir sér að byrja vegna þess. Ekki sé spennandi að fylla netin af þorski því slíkt fari hvorki vel með net né fisk. Þá sé mikið af grásleppuflotanum ekki með heimildir fyrir þorski og þá þurfi að leigja þær, sem sé kostnaðarsamt.

„Það er bara allt of snemmt að byrja 20. mars, vegna þess að það er svo mikill þorskur á slóðinni. 1. apríl væri nær lagi eða jafnvel enn síðar. Hluti af því að byrja svona snemma er að sumir eru með tvo báta á grásleppunni og vilja ljúka þeirri vertíð áður en strandveiðarnar byrja 1. maí.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »