Lítil sátt yrði um lokun Djúpsins

Fiskeldi í Berufirði á Austurlandi. Mynd úr safni.
Fiskeldi í Berufirði á Austurlandi. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra fundaði í gærkvöldi með fulltrúum þriggja sveitarfélaga á Vestfjörðum um framtíð fiskeldis í landshlutanum.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, segir fundinn hafa verið eins og aðra hefðbundna upplýsingafundi.

„Það sem er kannski sérstakt er að hún sýnir okkur þá virðingu að koma hingað vestur og hitta okkur hér. Það er virðingarvert og til eftirbreytni,“ segir Jón Páll í samtali við mbl.is, en ásamt honum funduðu fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps með ráðherranum.

Jón Páll bendir á að afstaða sveitarfélaganna sé skýr hvað málið varðar, en mbl.is greindi í síðustu viku frá yfirlýsingu sem þau sendu frá sér í kjölfar áhættumats Hafrannsóknastofnunar um fiskeldi á Íslandi. Í skýrslu nefndar stofnunarinnar er mælt með að fiskeldi verði ekki leyft í Ísafjarðardjúpi.

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi er sagt geta skapað hundruð starfa.
Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi er sagt geta skapað hundruð starfa. mbl.is/Helgi Bjarnason

Vilja vinna innan ramma áhættumatsins

Jón Páll tekur fram að fundurinn hafi ekki verið um þá yfirlýsingu og að sveitarfélögin séu alls ekki að reyna að láta ráðherra hafa áhrif á störf nefndar sem hafi ekki enn lokið verki sínu.

„En það er krafa samfélagsins, sem ég bý í og er bæjarstjóri fyrir, að það verði farið af stað með fiskeldi,“ segir hann og bætir við: „Ég held því að lítil sátt yrði um ákvörðunina, fari svo að Djúpinu verði lokað fyrir eldi,“ segir hann.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur.

„Við erum ekki að fara fram á að ráðgjafir vísindamanna verði að engu hafðar, heldur viljum við vinna innan þess ramma sem settur hefur verið fram í áhættumatinu. Við höfum bent á að mótvægisaðgerðir, gegn slysasleppingum og erfðablöndun, eru margvíslegar og víðtækar. Við myndum vilja sjá að tillit verði tekið til þeirra aðgerða og um leið beina því til fyrirtækjanna að þau efli þær í samræmi við það sem fram kemur í áhættumatinu.

Á móti komi að Hafrannsóknastofnun gefi út aðra sviðsmynd þar sem reiknað sé með þeim aðgerðum. Við höfum trú á að með því náum við sátt um að hefja eldi.“

Hann segir enda umtalsverða hagsmuni í húfi. Búast megi við að þrjátíu þúsund tonna fiskeldi, eins og burðarþolsmatið á Ísafjarðardjúpi geri ráð fyrir, skapi um það bil 350 ný störf.

„Þetta er með stærri atvinnuuppbyggingarverkefnum sem komið hafa fram á landsbyggðinni á síðustu áratugum. Og þá er ég bara að tala um í Ísafjarðardjúpi. Hagsmunirnir eru það miklir að ég tel að við skuldum samfélaginu að leita allra leiða til að vinna þetta í sátt við náttúruna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »