Eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnir tillögur starfshópsins í dag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnir tillögur starfshópsins í dag. mbl.is/Eggert

„Mér finnst ánægjulegt að það hafi náðst niðurstaða á milli ólíkra hagsmunaaðila. Það er ljóst að stefnan er að skapa bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar fiskeldis hér á landi.“

Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, en hún kynnti rétt í þessu tillögur starfshóps um stefnumótun í fiskeldi hér á landi.

Starfshópurinn leggur meðal annars til að rekstrarleyfishafar í sjókvíaeldi greiði auðlindagjald sem miðað verði við framleiðslumagn eldisfisks í sjó, allt að 15 krónur á hvert framleitt kíló af eldislaxi. 85% auðlindagjaldsins renni til uppbyggingar á þeim svæðum sem nýtist við uppbyggingu fiskeldis. 15% gjaldsins renni þá í Umhverfissjóð sjókvíaeldis, til að efla rannsóknir í fiskeldi.

Fyrirtækin fái þá sex ára biðtíma á greiðslu auðlindagjalds, talið frá þeim tíma þegar fyrsta slátrun hefst úr eldiskvíum fyrirtækisins. Eldi ófrjórra laxa verði enn fremur tímabundið undanþegið greiðslu auðlindagjalds og 50% afsláttur settur á greiðslu gjaldsins vegna eldis regnbogasilungs.

Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ísland fari aðrar leiðir í málaflokknum

Þorgerður segir Ísland vera að fara aðrar leiðir í þessum málaflokki en aðrar þjóðir. Þær fylgist nú mjög vel með því sem Íslendingar væru að gera. Bætir hún við að þetta hefði meðal annars komið fram í samtölum hennar við Norðmenn nýlega en hún sótti stóra fiskeldisráðstefnu þar í landi í vikunni sem leið.

Lagt er til í skýrslu starfshópsins að leggja af hið svokallaða „fyrstur kemur, fyrstur fær“-umsóknarferli. Úthlutunin verði gerð markvissari með áherslu á betri nýtingu svæða og umhverfiseftirlitið aftur fært yfir til Umhverfisstofnunar, en það hefur að hluta til verið á ábyrgð MAST.

Þá verði byggð upp umhverfisvæn ímynd fiskeldis á Íslandi. Sjókvíaeldi laxfiska geti til dæmis nýtt sér þá staðreynd að hér sé það einungis stundað á tilteknum svæðum vegna mögulegra áhrifa á vistkerfið.

Spurður hverju hann vildi bæta við orð ráðherrans segir Baldur P. Erlingsson, formaður nefndarinnar, að sáttin í málinu skipti miklu máli, að uppbyggingin færi fram með umhverfisvænum hætti og að byggt yrði einmitt á þeirri ímynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg
26.4.24 Kristján SH 176 Handfæri
Ufsi 101 kg
Karfi 1 kg
Samtals 102 kg
26.4.24 Ríkey MB 20 Handfæri
Ufsi 91 kg
Karfi 1 kg
Samtals 92 kg
26.4.24 Lea RE 171 Handfæri
Ufsi 181 kg
Samtals 181 kg

Skoða allar landanir »