Smíða sex frystitogara eftir íslenskri hönnun

Hönnun Nautic/Knarr. Tölvuteiknuð mynd úr safni.
Hönnun Nautic/Knarr. Tölvuteiknuð mynd úr safni.

Eitt stærsta útgerðarfélag Rússlands, Norebo Group, hefur skrifað undir samning hjá Severnaya-skipasmíðastöðinni í St. Pétursborg um smíði sex frystitogara, en hönnunin er í höndum Nautic og Knarr.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Knarr, en á bak við samsteypuna standa ís­lensku fé­lög­in Skag­inn 3X, Nautic, Kæl­ismiðjan Frost, Brimrún, Skipa­tækni ehf. og Naust Mar­ine.

Skipin eru af svokallaðri Enduro Bow-hönnun og verða öll 81 metra löng og 16 metra breið. Smíði skipanna mun að sögn hefjast á næsta ári og eiga þau öll að vera tilbúin 2023.

Haft er eftir Vitaly Orlov, forstjóra LLC Norilab Management Company, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem eru innan Norebo Group, að þar hafi menn tekið ákvörðun um að ráðast í smíði samkvæmt nýrri og framsækinni hönnun frá Nautic/Knarr.

Skipunum er ætlað að veiða við erfiðar aðstæður í Norðuríshafi og framleiða hágæða afurðir í meira magni en áður hefur þekkst, með nýjasta tækjabúnaði sem er í boði á markaðnum.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.17 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 10.102 kg
Ýsa 371 kg
Steinbítur 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 10.481 kg
13.12.17 Manni ÞH-088 Plógur
Kúfiskur / Kúskel 301 kg
Samtals 301 kg
13.12.17 Blíða SH-277 Plógur
Ígulker 1.356 kg
Samtals 1.356 kg
13.12.17 Særún EA-251 Lína
Ýsa 3.396 kg
Þorskur 861 kg
Samtals 4.257 kg
13.12.17 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 6.963 kg
Skarkoli 39 kg
Steinbítur 32 kg
Ýsa 25 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 8 kg
Samtals 7.067 kg

Skoða allar landanir »