Óvissa vegna nýrra takmarkana

Handagangur í öskjunni þegar sjómennirnir greiða fiskinn úr netunum. Meðafli ...
Handagangur í öskjunni þegar sjómennirnir greiða fiskinn úr netunum. Meðafli sjávarspendýra við land hefur reynst mestur í netaveiðum. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Nýtt ákvæði í bandarískri löggjöf, og væntanleg framkvæmd þess, veldur mönnum heilabrotum víða um heim. Ákvæðið gæti haft áhrif á netaveiðar hér á landi og jafnvel lokað á útflutning fiskafurða til Bandaríkjanna. Fátt er um svör þegar eftir þeim er leitað.

Umrætt ákvæði, í lögum um verndun sjávarspendýra, hefur valdið mikilli óvissu hjá fiskútflytjendum hér á Íslandi og í Evrópu. „Það eru allir eitt spurningarmerki,“ segir Brynhildur Benediktsdóttir, sérfræðingur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á sviði auðlindanýtingar.

Ákvæðinu var bætt í lögin á síðasta ári, en í því felst að upprunalönd sjávarafurða sem fluttar eru til landsins verða að vera með sömu eða sambærilegar reglur og Bandaríkin um verndun sjávarspendýra við veiðar eða fiskeldi, til að fá aðgang að Bandaríkjamarkaði.

„Við erum með þessar takmarkanir í augsýn núna og það ...
„Við erum með þessar takmarkanir í augsýn núna og það er ljóst að mjög umfangsmikil vinna er fram undan.“ mbl.is/Sigurður Ægisson

Bæta þarf skráningu meðafla eftir rafrænu aflabækurnar

Brynhildur segir það brýnt að fá greinargóðar upplýsingar um hvað þetta orðalag hafi í för með sér, þó að ákvæðið taki ekki gildi fyrr en 1. janúar 2022.

„Spurningin er „sömu eða sambærilegar“ – hvað felst í þessu?“ segir Brynhildur og bætir við að hingað til hafi ekki fengist greinargóð svör um hvað átt sé við.

„Við vitum náttúrulega fyrir fram að það þarf að bæta skráningu hér á landi um meðafla sjávarspendýra, því hún er ekki góð eftir að rafrænu aflabókunum var komið á fót. Þá mun þurfa auknar hafrannsóknir til að meta stofnstærðir þessara sjávarspendýra sem koma hér í net eða önnur veiðarfæri, því að þetta hlýtur auðvitað að byggja á því hvort meðaflinn sé lítill eða mikill miðað við stofnstærðina,“ segir Brynhildur.

Stærstur hluti veiðist í net

„Síðan er spurning hvort breyta þurfi veiðarfærum eða hvort taka þurfi upp einhvers konar fælur eða svæðislokanir, til að draga úr þessu. Það vitum við ekki fyrr en við erum komin með betri upplýsingar.“

Þá væri enn fremur hægt að leggja mat á það hvort meðaflinn er bundinn við einhver svæði eða tiltekinn árstíma.

„Við vitum þegar til að mynda að stærstur hluti þess meðafla sem Hafrannsóknastofnun áætlar veiðist í net. En það svar mun ekki duga gagnvart Bandaríkjamönnum. Við vitum að þeir munu krefja okkur um frekari upplýsingar.“

Ítarlegra viðtal við Brynhildi og umfjöllun um þetta má finna á síðu 62 í Morgunblaðinu í dag.

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.17 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur / Kúskel 2.226 kg
Samtals 2.226 kg
13.12.17 Dögg SU-229 Lína
Þorskur 953 kg
Samtals 953 kg
13.12.17 Hvanney SF-051 Þorskfisknet
Ýsa 65 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 32 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 137 kg
13.12.17 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Ýsa 533 kg
Samtals 533 kg
13.12.17 Hafdís SU-220 Lína
Þorskur 6.660 kg
Ýsa 3.643 kg
Keila 75 kg
Samtals 10.378 kg

Skoða allar landanir »