Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, hélt stutt erindi við upphaf …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, hélt stutt erindi við upphaf Hnakkaþonsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum, en hún var þróuð með Brimi hf., Icelandic, Eimskip og Samhentum.

Fulltrúar nokkurra helstu aðila í sjávarútvegi koma að keppninni.
Fulltrúar nokkurra helstu aðila í sjávarútvegi koma að keppninni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ferð til Boston í sigurlaun

Hnakkaþonið er nú haldið í fjórða sinn og eru 30 nemendur skráðir í keppnina, í alls sex liðum. Til mikils er að vinna því Icelandair Group og sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi bjóða sigurliðinu í fimm daga ferð til Boston, á sjávarútvegssýninguna Seafood Expo North America, í mars. Vinningslið Hnakkaþonsins 2018 verður kynnt á verðlaunaathöfn í HR á laugardaginn kl. 16:00.

Einvalalið sérfræðinga skipar dómnefnd Hnakkaþonsins 2018: Björgólfur Jóhannesson forstjóri Icelandair Group, Bylgja Hauksdóttir umboðsaðili North Coast Seafoods Ltd., Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipa, Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri tengsla í HR, Karl Már Einarsson útgerðarstjóri Brims og Þorgeir Pálsson aðjúnkt við viðskiptadeild HR.

Fram kemur í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík að útflutningur á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna hafi dregist mikið saman undanfarna tvo áratugi. Árið 1999 nam hann yfir 2500 tonnum en í fyrra voru aðeins flutt út um 400 tonn.

Liðin hófust strax handa og munu kynna lausnir sínar á …
Liðin hófust strax handa og munu kynna lausnir sínar á morgun. mbl.is/Kristinn

Aðallega seldur til Evrópu

„Ein ástæða þess að ufsinn, sem er mjög góður matfiskur, hefur ekki náð fótfestu á neytendamarkaði, er að flökin eru ekki jafn hvít og flök þorsks eða ýsu. Eftir eldun er ufsinn hins vegar mjög hvítur og hann hentar því vel til sölu til hótela og veitingahúsa,“ segir í tilkynningunni.

„Í dag er sjófrystur ufsi aðallega seldur til hótel- og veitingahúsakeðja í Evrópu, til dæmis á Spáni og í Tyrklandi. Úrlausnir geta falið í sér nýjar leiðir í flutningi á markað, þróun sjófrystra afurða, nýjar leiðir við sölu og markaðssetningu, ný markaðssvæði innan Bandaríkjanna eða þróun umbúða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.679 kg
Þorskur 78 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 1.767 kg
29.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.449 kg
Samtals 1.449 kg
29.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.249 kg
Þorskur 75 kg
Samtals 1.324 kg
29.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 7.803 kg
Samtals 7.803 kg
29.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 2.321 kg
Þorskur 351 kg
Skarkoli 42 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 2.723 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Jón Pétur RE 411 Grásleppunet
Grásleppa 1.679 kg
Þorskur 78 kg
Rauðmagi 10 kg
Samtals 1.767 kg
29.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 1.449 kg
Samtals 1.449 kg
29.4.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.249 kg
Þorskur 75 kg
Samtals 1.324 kg
29.4.24 Daðey GK 777 Lína
Þorskur 7.803 kg
Samtals 7.803 kg
29.4.24 Dagur SI 100 Grásleppunet
Grásleppa 2.321 kg
Þorskur 351 kg
Skarkoli 42 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 2.723 kg

Skoða allar landanir »