Segir togarann ekki hafa veitt án leyfis

Togarinn Navigator.
Togarinn Navigator. Ljósmynd/Aðsend

Haraldur Reynir Jónsson, eigandi Úthafsskipa, er sannfærður um að togarinn Navigator hafi ekki veitt án leyfis í landhelgi Senegals aðfaranótt mánudags.

Togarinn var að veiða í landhelgi Máritaníu í Norður-Afríku þegar landhelgisgæsla Senegals kom að honum og taldi hann vera í landhelgi landsins, að því er Haraldur Reynir greinir frá í samtali við mbl.is.

Í kjölfarið var togaranum fyrirskipað að koma til hafnar í Dakar þar sem hann er núna staddur, en RÚV greindi fyrst frá málinu.

Sjötíu manna áhöfn er á skipinu og eru skipstjórinn og aðrir yfirmenn íslenskir.

Haraldur Reynir Jónsson.
Haraldur Reynir Jónsson. mbl.is/Árni Sæberg

Með nákvæman búnað 

Haraldur Reynir segir að verið sé að skoða hvort togarinn hafi verið réttu megin við línuna eða ekki en engin niðurstaða er komin. „Við erum með góðan búnað, gervihnattastaðsetningarbúnað, sem við teljum mjög nákvæman en þeir mældu hann eftir radarmælingum.“

Þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta kemur upp, að sögn Haraldar, sem telur að útgerðarfélagið fái sekt ef skipið reyndist hafa farið yfir línuna. Hann tekur fram að skipið hafi verið langt úti á hafi og hvergi nálægt ströndinni þegar landhelgisgæslan frá Senegal stöðvaði það. „Við teljum okkar vera með miklu betri búnað til staðsetninga en þeir,“ bætir hann við og segir búnaðinn í raun tvöfaldan.

Úthafsskip gera út tvö skip í Máritaníu, tvö í Marokkó og eitt í Óman.

Ekki er langt síðan annar togari með tengsl við Ísland, Heinaste, var færður til hafnar í Afríku vegna gruns um ólöglegar veiðar. Sá togari, sem er í meirihlutaeigu Samherja, hafi verið við veiðar á vernduðu svæði nærri Walvis Bay.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 6.292 kg
Þorskur 77 kg
Sandkoli 38 kg
Grásleppa 27 kg
Samtals 6.434 kg
28.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.386 kg
Þorskur 35 kg
Samtals 3.421 kg
28.4.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 689 kg
Samtals 689 kg
28.4.24 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 792 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 882 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 442,03 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 575,91 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 269,93 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 175,45 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 6.292 kg
Þorskur 77 kg
Sandkoli 38 kg
Grásleppa 27 kg
Samtals 6.434 kg
28.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.386 kg
Þorskur 35 kg
Samtals 3.421 kg
28.4.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 689 kg
Samtals 689 kg
28.4.24 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 792 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 882 kg

Skoða allar landanir »