Þrír Íslendingar kunna að verða ákærðir í Namibíu

Þrjú félög Samherja í Namibíu kunna að verða ákærð þar …
Þrjú félög Samherja í Namibíu kunna að verða ákærð þar í landi ásamt stjórnendum og starfsmönnum, þrír þeirra eru Íslendingar. mbl.is/Sigurður Bogi

Saksóknari í Fishrot-málinu tilkynnti í dag að hann hyggst leggja fram ákæru gegn þremur félögum sem tengjast Samherja. Vegna ákvæða laga þar í landi verða stjórnendur umræddra fyrirtækja einnig ákærðir og eru meðal þeirra þrír íslenskir ríkisborgarar.

Í málinu hafa nú þegar á þriðja tug Namibíumanna stöðu sakbornings, en við fyrirtöku málsins fyrir namibískum dómstólum í Windhoek í morgun lýsti saksóknari fyrirætlanir sínar um að leggja fram fleiri ákærur í fjárglæpamálinu.

Fram kemur í Namibian að fyrirhugaðar ákærur gegn þremur félögum sem tengjast Samherja og stjórnendum þeirra eru í alls 14 liðum og er á meðal þeirra ásakanir um fjársvik, peningaþvætti og spillingu.

Varist af fullum krafti

„Fyrirhuguð ákæra kemur ekki á óvart í ljósi þeirra ásakana sem saksóknarar í Namibíu hafa áður sett fram og byggja meira og minna allar á staðhæfingum Jóhannesar Stefánssonar sem stýrði útgerðinni í Namibíu en var sagt upp störfum sumarið 2016,“ segir Samherji í færslu á vef fyrirtækisins.

Þar segir að „útgerð namibískra félaga sem tengjast Samherja var lögð niður í lok árs 2019 og unnið er að því að slíta félögunum endanlega. Ásakanir á hendur umræddum fyrirtækjum og einstaklingum á þeirra vegum eiga ekki við rök að styðjast nú frekar en fyrr. Framhald þessa máls verður á næstu mánuðum. Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“

Helgi Seljan, fréttamaður á RÚV, tilkynnti á Twitter í dag að þrír íslenskir starfsmenn og stjórnendur Samherja hefðu verið ákærðir vegna málsins. Samherji upplýsir í samskiptum við 200 mílur að hið rétta sé að engar ákærur hafa verið lagðar fram, en eins og fyrr segir tilkynnti saksóknari þar ytra um áform sín um ákærur í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 428,85 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 240,49 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 34,52 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 174,24 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 857 kg
Þorskur 71 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 944 kg
29.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 1.035 kg
Þorskur 710 kg
Skarkoli 430 kg
Ufsi 54 kg
Sandkoli 37 kg
Þykkvalúra 31 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 2.303 kg
29.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.591 kg
Þorskur 368 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 2.034 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 428,85 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 240,49 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 34,52 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 174,24 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 857 kg
Þorskur 71 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 944 kg
29.4.24 Haförn ÞH 26 Dragnót
Steinbítur 1.035 kg
Þorskur 710 kg
Skarkoli 430 kg
Ufsi 54 kg
Sandkoli 37 kg
Þykkvalúra 31 kg
Hlýri 6 kg
Samtals 2.303 kg
29.4.24 Kristinn ÞH 163 Grásleppunet
Grásleppa 1.591 kg
Þorskur 368 kg
Skarkoli 63 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 2.034 kg

Skoða allar landanir »