Minna af þorski þurrki út viðskiptaafgang

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar í nýrri greiningu bankans …
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, skrifar í nýrri greiningu bankans að þorskurinn vegi þungt í útflutningstekjum. Ljósmynd/Íslandsbanki

Viðskiptaafgangur þjóðarbúsins sem Íslandsbanki spáði fyrir árið í ár kann að þurrkast út vegna samdráttar í útflutningstekjum sjávarafurða. Þetta kemur fram í greiningu Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings bankans, sem birt hefur verið á vef Íslandsbanka.

„Fljótt á litið virðist hins vegar að öðru óbreyttu sem í stað vaxtar muni verða nokkur samdráttur í útfluttu magni sjávarafurða bæði þetta ár og hið næsta. Í ár gæti þessi samdráttur orðið til þess að þurrka að mestu út þann 20 milljarða króna viðskiptaafgang sem við spáðum í maí,“ segir í greiningunni.

Hafrannsóknastofnun hefur ráðlagt að veitt verði 13% minna af þorski á næsta fiskveiðiári en á þessu fiskveiðiári og er þetta sagt líklegt til þess að tekjur verði minni af útflutningi sjávarafurða en gert var ráð fyrir. Þá er jafnframt vakin athygli á að þorskurinn hafi staðið fyrir 45% af útflutningstekjum sem urðu til við útflutning sjávarafurða.

„Óhætt er að segja að niðurstaða stofnunarinnar hafi falið í sér nokkur vonbrigði þar sem í heildina er lagt til að dregið verði töluvert úr veiðum,“ segir í greiningunni og er vísað til þess að heildarafli þorsks verði líklega nálægt því sem var árin 2013 til 2015 eftir stöðuga hækkun aflamarks í kjölfar sögulegrar lægðar.

„Í sögulegu ljósi megum við þó allvel una við þorskveiði komandi fiskveiðiárs ef ráðgjöf Hafró verður fylgt líkt og oftast hefur verið undanfarin ár. Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafa að jafnaði verið veidd ríflega 260 þúsund tonn af þorski á ári hverju af íslenskum fiskiskipum. Undanfarna áratugi hefur meðalaflinn þó verið minni að jafnaði og má sem dæmi nefna að undanfarinn aldarfjórðung hefur meðalafli þorsks verið rétt rúm 220 þúsund tonn samkvæmt tölum Hagstofunnar. Má því segja að meðalár fari í hönd hvað þorskinn varðar á þennan mælikvarða ef ráðgjöf Hafró verður fylgt,“ skrifar Jón Bjarki.

Gerir hann ráð fyrir að töluverður afgangur myndist næstu tvö ár þar sem búist er við töluverðum vexti í ferðaþjónustunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 429,17 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 195,99 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 159,93 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 174,24 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Sigrún Hrönn ÞH 36 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 887 kg
29.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 475 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 8 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 536 kg
29.4.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 5.425 kg
Þorskur 183 kg
Ufsi 15 kg
Skarkoli 9 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 5.634 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 429,17 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 570,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 195,99 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 159,93 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 174,24 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Sigrún Hrönn ÞH 36 Grásleppunet
Grásleppa 838 kg
Þorskur 45 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 887 kg
29.4.24 Seigur Iii Grásleppunet
Grásleppa 475 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 8 kg
Rauðmagi 2 kg
Samtals 536 kg
29.4.24 Ásdís ÞH 136 Grásleppunet
Grásleppa 5.425 kg
Þorskur 183 kg
Ufsi 15 kg
Skarkoli 9 kg
Sandkoli 2 kg
Samtals 5.634 kg

Skoða allar landanir »