Allt reynt til að losa troll fast í skipsflaki

Gullver NS í höfn á Seyðisfirði en þangað þurfti að …
Gullver NS í höfn á Seyðisfirði en þangað þurfti að leita til að sækja nýja slæðu og hlera. Mynd úr safni. Ljósmynd/Ómar Bogason

Þegar togarinn Gullver NS var á veiðum á Glettinganesgrunni aðfararnótt fimmtudags festust veiðarfærin í botni á 110 faðma dýpi. Talið er að veiðarfærin hafi fests í Sæúlfi frá Tálknafirði sem sökk austur af Dalatanga árið 1966.

Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að það hafi verið rétt upp úr miðnætti sem trollið verður fast í botninum og er því lýst hvernig áhöfnin reyndi sitt allra besta til að losa veiðarfærin. „Strax var byrjað að reyna að losa veiðarfærið; reynt var að hífa og toga í allar áttir en ávallt var allt pikkfast. Að því kom að grandarinn bakborðsmeginn slitnaði og yfirleitt er unnt að losa þegar það gerist en því fór fjarri í þessu tilviki. Skipverjar settu út slæðu til að festa í trollinu en það breytti engu. Að því kom að trollið, slæðan og annar hlerinn slitnuðu frá skipinu og þá var ekkert annað að gera en að sigla inn til Seyðisfjarðar þar sem náð var í nýja slæðu og hlera.“

Áhöfninni á skipinu er illa við að skilja eftir drauganet í sjó enda eru drauganetin mjög skaðleg fyrir lífríkið. Fram kemur að áhöfnin hafi verið staðráðin í að ná trollinu upp.

Það var ýmislegt sem fylgdi trollinu þegar það loksins náðist …
Það var ýmislegt sem fylgdi trollinu þegar það loksins náðist upp. LJósmynd/Hjálmar Ólafur Bjarnason

„Strax var haldið á ný á staðinn þar sem trollið var fast en nemar á veiðarfærinu gefa til kynna hvar það er niður komið. Og nú gekk allt vel því að í annarri tilraun tókst að festa slæðuna í trollinu. Síðan var híft og þá kom ýmislegt í ljós. Auk veiðarfærisins sem Gullver hafði tapað fylgdi með poki og höfuðlína úr gömlu trolli. Þá fylgdi einnig ýmislegt járndót eins og bóma, rótor og fleira og gúmmíbjörgunarbátur að auki. Þegar þetta allt var komið inn á dekkið á Gullver var það sneisafullt og ekki nokkur leið að greiða úr allri flækjunni um borð. Því var siglt inn til Seyðisfjarðar á ný og allt sem á dekkinu var híft í land.“

Landhelgisgæslan fylgdist með í gegnum fjarskipti og kallaði lögreglu til að skoða það sem upp úr sjónum kom í samræmi við verklagsreglur, en slíkum upplýsingum er komið til Rannsóknanefndar samgönguslysa.

Úr Morgunblaðinu 26. nóvember 1966.
Úr Morgunblaðinu 26. nóvember 1966. Skjáskot

Talið er víst að trollið hafi fests í skipsflaki og miðað við myndefni sem birt er á vef Síldarvinnslunnar má ætla að Gullver sé ekki fyrsta skipið sem festir veiðarfæri í flakinu.

Skipsflakið sem um ræðir kann að hafa verið Sæúlfur frá Tálknafirði sem sökk 23 sjómílur austur af Dalatanga 25. nóvember 1966 þegar skipið var á landleið með síldarfarm. Áhöfninni var bjargað um borð í síldarskipið Vonina. Sæúlfur var smíðaður í Austur-Þýskalandi árið 1962, en lengdur árið 1965 og eftir lenginguna var hann 240 lestir að stærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 405,57 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 200,44 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,36 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 100,62 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 163,13 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 6.882 kg
Þorskur 284 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 7.213 kg
27.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.632 kg
Þorskur 72 kg
Rauðmagi 28 kg
Samtals 1.732 kg
27.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 4.115 kg
Þorskur 155 kg
Sandkoli 47 kg
Þykkvalúra 20 kg
Ýsa 4 kg
Samtals 4.341 kg
27.4.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.313 kg
Karfi 492 kg
Þorskur 320 kg
Ýsa 170 kg
Steinbítur 94 kg
Þykkvalúra 14 kg
Grásleppa 9 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 2.419 kg

Skoða allar landanir »