Páll Helgi sökk í Stykkishólmi og verður fargað

Páll Helgi ÍS-142 sökk við bryggju í skipavík í Stykkishólmi …
Páll Helgi ÍS-142 sökk við bryggju í skipavík í Stykkishólmi um helgina. Báturinn hefur verið þar frá 2020 þegar hann var skráður verðlaus. Ljósmynd/Páll Janus Traustason

Trébáturinn Páll Helgi ÍS-142 sökk í óveðrinu um helgina, nánar tiltekið aðfararnótt sunnudags, er báturinn lá við bryggju í Skipavík í Stykkishólmi. Þar hefur hann legið ónýtur um nokkurt skeið en eigandinn afskrifaði bátinn 2020.

„Það er búið að rétta hann við og við erum bara á fullu að vinna í því að hífa hann,“ segir Kjartan Karvelsson, verndarfulltrúi Stykkishólmshafnar. Hann var staddur á vettvangi í gær er blaðamaður náði af honum tali.

„Í þessari vestanátt ruggar báturinn ekkert mikið. en það var stálbátur fyrir aftan og er hann búinn að skemma bryggjuna vel hjá okkur. Það er spurning hvort band í þessum trébáti hafi slitnað og hann skollið í stálbátinn og sokkið eða hvort stálbáturinn hafi skollið í rassgatið á trébátnum í óveðrinu og gert gat. Hann sökk á einhverjum 20 mínútum,“ útskýrir Kjartan.

Verður rifinn

Vel gengur að hífa bátinn að sögn Kjartans sem vekur athygli á að notaður er sami krani og hífði gröfu af dýpkunarprammanum sem sökk á Rifi fyrir fáeinum dögum. Heppilegt hafi verið að kraninn hafi verið á svæðinu, en kraninn heldur aftur á Rif til að klára verkefni vegna prammans.

Hann segir ekki mikil ummerki um olíumengun en að það hafi lekið smá úr bátnum þegar var verið að rétta hann af, en settar hafa verið út svokallaðar pylsur til að ná olíunni. Sjónum verður sturtað úr bátnum og olíu dælt úr honum ef einhver er, útskýrir Kjartan. „Síðan fer hann bara upp á vagn og verður rifinn upp á ruslahaugum.“

Ekki er þó ólíklegt að einhver olía hafi lekið úr bátnum í óveðrinu en óljóst er hversu mikið, þar sem ekki var hægt að fylgjast með því þegar veðurofsinn reið yfir. „Þetta á eftir að koma í ljós þegar við fáum að vita hve mikið var í honum og hve miklu við dælum úr honum. Það á að liggja fyrir hve mikið var í bátnum,“ útskýrir Kjartan.

Afskráður 2020

Páll Helgi ÍS-142 er dragnóta- og togbátur smíðaður 1977 af Básum hf. í Hafnarfirði og er skráð heimahöfn Bolungarvík. Eigandinn er Páll Helgi ehf. og var virði bátsins skráð rétt rúm 5,1 milljón í ársreikningi 2019, en árið 2020 var virði bátsins skráð núll í efnahagsreikningi ársreikningsins.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá er félagið í 75% eigu Bjargar Hildar Daðadóttur, eiginkonu Jakobs Valgeirs Flosasonar útgerðarmanns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 444,64 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 578,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 280,58 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,69 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 176,01 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 6.292 kg
Þorskur 77 kg
Sandkoli 38 kg
Grásleppa 27 kg
Samtals 6.434 kg
28.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.386 kg
Þorskur 35 kg
Samtals 3.421 kg
28.4.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 689 kg
Samtals 689 kg
28.4.24 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 792 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 882 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.4.24 444,64 kr/kg
Þorskur, slægður 28.4.24 578,64 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.4.24 280,58 kr/kg
Ýsa, slægð 28.4.24 185,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.4.24 155,69 kr/kg
Ufsi, slægður 28.4.24 185,80 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 28.4.24 176,01 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 6.292 kg
Þorskur 77 kg
Sandkoli 38 kg
Grásleppa 27 kg
Samtals 6.434 kg
28.4.24 Bibbi Jónsson ÍS 65 Grásleppunet
Grásleppa 3.386 kg
Þorskur 35 kg
Samtals 3.421 kg
28.4.24 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 689 kg
Samtals 689 kg
28.4.24 Erla AK 52 Handfæri
Þorskur 792 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 882 kg

Skoða allar landanir »